Lean ráðgjöf býður fjölda námskeiða og vinnustofa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Lögð er áhersla á aðlögun fyrir hvern viðskiptavin.
Námskeiðin henta jafnt byrjendum sem lengra komnum sem vilja auka þekkingu sína.
Ef þú óskar eftir námskeiði fyrir þitt teymi er hægt er að sérsníða námskeið að þínum rekstri.
Fjarnámskeiðin eru einnig nýr valmöguleiki hjá okkur en með þeim getur sparast tími og kostnaður við ferðalög ásamt tækifærum m.a. fyrir starfsfólk á landsbyggðinni til að sækja fleiri námskeið.
Við bjóðum að halda námskeið á vinnustöðum og félagasamtökum og einnig opin námskeið þar sem fólk getur skráð sig á stök námskeið.
Næstu námskeið:
Næstu opnu námskeið verða auglýst í september.
Ef þú hefur áhuga á námskeiði fyrir þinn vinnustað vinsamlegast sendu okkur töluvpóst.
„Í framhaldi af námskeiðinu Skipuleggðu vinnudaginn gerði ég breytingar á vinnuskipulaginu, tók til í tölvupóstinum og skipulagði hann betur ásamt því að skipuleggja betur vinnuvikuna og verkefnin framundan. Ég get hiklaust mælt með námskeiðinu sem án efa mun gagnast mér.“
- Harpa Björg Guðfinnsdóttir, mannauðsráðgjafi menntasviðs Kópavogsbæjar
Skráning með tölvupóst á lean@leanradgjof.is
Viltu læra aðferðir til að stytta vinnuvikuna en ná meiri afköstum?
Öll viljum við hafa heim að loknum vinnudeginum ánægð með afrakstur dagins. Áreiti og álag einkennir hins vegar vinnudaginn hjá starfsmönnum flestra fyrirtækja sem dregur úr afköstum og starfsánægju.
Hvað getum við gert til að stýra áreitinu?
Með aðferðum lean getum við lært að skipuleggja daginn og stýra áreitinu. Með því aukum við árangur og ljúkum vinnudeginum ánægð með afrakstur dagsins.
Verð: 249.900 kr. óháð fjölda.
Lengd námskeiðs: Um 2 klst.
Fyrir hverja: Alla starfsmenn og stjórnendur
Viltu læra praktískar aðferðir til að verða betri stjórnandi?
Lean verkfærakistan hefur upp á að bjóða aðferðir og nálgun á það hvernig stjórnandi á haga sér við stjónun til að getað virkjað allt starfsfólk með sér.
Hlutverk stjórnanda hjá Lean fyrirtæki er því talsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. En í hverju felst munurinn?
Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk lean stjórnanda og hvaða aðferðir stjórnendur geta innleitt hjá sér til að verða betri stjórnendur.
Lengd námskeiðs: Um 2 1/2 klst.
Verð: 249.900 kr. + vsk óháð fjölda.
Lean fyrirtæk skila að meðaltali 40% meiri hagnaði en sambærileg fyrirtæki. Betri rekstur er því algengasta ástæðan fyrir því að fyrirtæki vilja innleiða lean. Lean bíður upp á aðra aðferðafræði við rekstur fyrirtækja sem skilar betri árangri.
Á námskeiðinu er farið yfir lögmálin á bak við lean og helstu aðferðir. Sýnd verða dæmi hvernig fyrirtæki innleiða lean og hvernig það hefur áhrif á bættan rekstur fyrirtækisins.
Fyrir hverja: Alla starfsmenn, stjórnendur og rekstraraðila.
Lengd námskeiðs: 3 klst..
Verð: 299.000 kr. + vsk óháð fjölda.
5S er ein mest notaða aðferðin úr Lean verkfærakistunni. 5S aðferðin snýst um að fara skipulega yfir allt vinnurýmið með starfsemina í huga, taka burt allt dót sem ekki á þar heima og endurskipuleggja rýmið með tillit til að láta starfsemina ganga sem best fyrir sig. Eftir endurskipulagningu þá er sýnilegar merkingar notaðar til að viðhalda skipulaginu.
Að innleiða breytingar er hinsvegar erfitt og því skiptir miklu máli að þekkja aðferðina vel og hvernig er best að hafa innleiðingu.
5S námskeiðið:
-Læra að sjá sóunina í núverandi vinnuumhverfi.
- Læra að skipuleggja aðföng, tæki og tól þannig að þau séu við hendina fyrir starfsfólk.
- Læra breytta umgengni til að styðja betur við flæði og að rétt aðföng, tól og tæki sé til staðar.
- Læra hvernig má innleiða 5S á vinnustað.
- Læra hvernig efla má stjórnun sem styður við ofangreind atriði.
Um allan heim er sýnileg stjórnun notuð til að einfalda okkur lífið. Fyrirtæki geta nýtt sér sýnilega stjórnun til að einfalda vinnu, skerpa á ferlum, draga úr hættu á mistökum og til að auka framleiðni.
Því ætti þitt fyrirtæki ekki að gera slíkt hið sama?
Lengd námskeiðs: Rúmlega 2 klst.
Verð: 249.000 kr. + vsk óháð fjölda.
Viltu gera viðskiptavininn að miðpunkti fyrirtækisins og auka þannig tryggð og ánægju?
Með því að beita "customer centric approach - outside-in thinking" aðferðafræðinni má gjörbreyta því hvernig fyrirtæki nálgast viðskiptavini og þjónustu.
Breytingar hafa aldrei verið hraðari því tækninni fleygir fram og aðgangur að upplýsingum hefur aldrei verið meiri. Frásagnir óánægðra viðskiptavin breiðast um samfélagið eins og eldur um sinu. Völdin hafa færst í hendur viðskiptavina. Þau fyrirtæki sem átta sig ekki á þessum breytingum og bregðast við munu verða undir í samkeppninni.
Hægt er að læra "töfrana" á bak við velgengni fyrirtækja. Besta leiðin til þess er að upplifa hana á eigin skinni. Á þessu skemmtilega námskeiði fá þátttakendur fyrst að upplifa þjónustferlið út frá sjónarmiði fyrirtækis og síðan út frá sjónarmiði viðskiptavinarins. Byggt á þessari reynslu læra þátttakendur nýjar aðferðir til að smíða og mæla gæði þjónustuferlis. Praktískar aðferð sem þeir geta tekið með og nýtt í eigin veruleika.
Lengd námskeiðs: 1/2 dagur.
Verð: 249.000 kr. + vsk óháð fjölda.
Ertu þreytt/ur á að vera sífellt að slökkva elda og hafa aldrei tíma til að huga að framtíðinni?
Lærðu að greina rót vandans í staðinn fyrir að velja einföldustu lausnina við hvert tilfelli sem oft á tíðum er skammtímalausn. Til að ná enn betri árangri kenndu starfsfólkinu þínu að gera slíkt hið sama.
A3 eða "þristurinn" er aðferðin sem kennd er á námskeiðinu. Þristurinn er þrautreynd aðferð sem kemur úr lean verkfærakistunni. A3 er notað sem verkefnastjórnunartól af mörgum af stærustu fyrirtækjum heims, s.s. Toyota og Alcoa.
Lend námskeiðs: Um 2 klst.
Verð: 249.900 kr + vsk óháð fjölda.
Flestir stjórnendur vilja auka frumkvæði starfsmanna. Algengur mælikvarði á það er fjölda innleiddra umbótahugmynda starfsmanna. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum fyrirtækjum þykur gott að ná 2,5 innleiddum hugmyndum á starfsmann á ári. Hinsvegar í velheppnaðri lean menningu stöðugra umbóta þá er fjöldinn 2,5 innleidar hugmyndir á starfsmanna á mánuði, eða 12x fleiri en í hefðbundnu fyrirtæki.
Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi breytinga og þess að virkja allan mannauð fyrirtækja í stöðugar umbætur. Einnig er farið yfir aðferðafræði hvernig má innleiða lean fyrirtækjamenningu stöðugra umbóta.
Fyrir hverja: Fyrir alla stjórnendur og rekstraraðila fyrirtækja sem vilja auka frumkvæði hjá starfsfólki.
Lengd námskeiðs: 2 klst.
Verð: 249.900 kr + vsk fyrir óháð fjölda.
Að loknum vinnudegi væri ánægjulegt að geta komið sér þægilega fyrir í sófanum með tærnar upp í loftið. En því er nú öðru nær á flestum heimilum. Við taka tímafrek heimilisstörf, þvotturinn, eldamennska og margt fleira.
Lean aðferðir virka ekki síður á heimilinu en á vinnustaðnum. Á námskeiðinu er farið yfir grunnaðferðir Lean og hvernig má á hagnýtan hátt gera einfaldar breytingar á heimilinu sem hjálpa til við að spara tíma og gera heimilisstörfin bæði einfaldari og skemmtilegri.
Fyrir hverja: Alla, konur og karla, sem hafa áhuga á að einfalda sér heimilislífið.
Lengd námskeiðs: 2 klst.
Verð: 249.900 kr + vsk. óháð fjölda.
Vantar þig sérsniðin námskeið fyrir fyrirtækið þitt?
Sendu okkur línu og við verðum við því.