Sendu okkur línu

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

Lean heimili  

bættu skipulag hemilisins og einfaldaðu heimilisstörfin

01. 

Betra skipulag

Með betra skipulagi komum við meiru í verk og getum virkjað fleiri á heimilinu við heimilisstörfin.

02.

Sparnaður

Með markvissum aðferðum er hægt að spara mikla fjármuni við innkaupin á heimilinu.

03.

Meiri frítími

Með breyttu verklagi má spara allt að 50% af tímanum sem fer í algeng heimilisstörf.

námskeiðið

Tærnar upp í loft?
Að loknum vinnudegi væri ánægjulegt að geta komið sér þægilega fyrir í sófanum með tærnar upp í loftið. En því er nú öðru nær á flestum heimilum. Við taka tímafrek heimilisstörf, þvotturinn, eldamennska og margt fleira.

Lean aðferðir virka ekki síður á heimilinu en á vinnustaðnum. Á námskeiðinu er farið yfir grunnaðferðir Lean og hvernig má á hagnýtan hátt gera einfaldar breytingar á heimilinu sem hjálpa til við að spara tíma og gera heimilisstörfin bæði einfaldari og skemmtilegri.

Markmið námskeiðsins: Að eftir námskeiðið hafi þátttakendur öðlast þekkingu til að skipuleggja heimilið betur og hafi lært aðferðir til minnka vinnuna sem fer í heimilisstörfin.

Fyrir hverja? Alla, konur og karla, sem hafa áhuga á að einfalda sér heimilislífið og spara þannig tíma og fjármuni.

Lengd námskeiðs: 1 1/2 - 2 klst.

Verð:
249.900 kr + vsk. óháð fjölda.

Athugið að flest stéttarfélög endurgreiða allt að 90% af námskeiðskostnaði fyrir sitt félagsfólk.

Kennarar eru Guðmundur Ingi frá Lean ráðgjöf og Margrét Edda frá Gemba ráðgjöf.

Skipulag skiptir máli

Allir hlutir á sínum stað
Mikill tími fer í oft í að leita að hinum ýmsu hlutum. Með réttu skipulagi er hægt að spara tímann sem fer í að leita. Þetta á við inn á heimilinu en er líklega mest áberandi í geymslunni eða bílskúrnum.

Fyrirmyndargeymslan
Við höfum líklega flest séð geymslu þar sem allt virðist vera í röð og reglu. Það er hægt að læra einfalda aðferð sem hjálpar þér að breyta geymslunni eða bílskúrnum þínum í fyrirmynd fyrir aðra.

Er betra skipulag fyrir þitt heimili rétt handan við hornið...?

Panta námskeið

Alhliða ráðgjöf í lean hugmyndafræðinni & innleiðingum

Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.

Kynntu þér lausnir okkar.

Ráðgjöf

markmið okkar er að draga úr sóun og auka virði

vinnustofur

árangursrík leið til að virkja starfsfólkið í innleiðingarferlinu

Töflustjórnun

Sýnileg stjórnun getur aukið samkeppnisforskot þitt

Námskeið

Fjölbreytt námskeið sem henta byrjendum sem lengra komnum