Sendu okkur línu

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

Lean vinnuskiplag

01. 

Betra skipulag

Með betra skipulagi er frekar staðið við gefin loforð og verkefni klárast á réttum tíma.

02.

Skýr hlutverk

Þegar allir eru með sitt hlutverk á hreinu ganga hlutirnir betur og stjórnandinn þarf ekki að vera stöðugt í símanum til að "slökkva elda".

03.

Færri mistök

Í hreinu og skipulögðu vinnuumhverfi  minnka líkur á mistökum og vinnuslysum.

Lean vinnuskipulag

Hreint og skipulagt vinnnuskipulagulag eykur framleiðni

Ertu þreytt/þreyttur á óreiðunni?

Flestum líður betur að vinna í góðu skipulagi. Það eru því engin tilviljun að flest stærstu fyrirtæki í heimi leggja mikið upp úr hreinu og vel skipulögðu vinnuumhverfi. Það hefur bein áhrif á afköst og vellíðan starfsfólks.

Það eru nokkur grundvallaratriði sem allir vinnustöðir þurfa að hafa á hreinu til að láta vinnuna ganga sem best, áháð því hvaða starfsemi fyrirtæki eru í.

Það sem allir vinnustaðir ættu að huga að:
- Að allir starfsmenn séu með sitt hlutverk á hreinu
- Að allt sem þarf til að framkvæma verk sé tiltækt áður en hafist er handa
- Að vinnuumhverfi sé hreint
- Gott skipulag
- Skipuleggja vinnudaginn og amk. viku fram í tímann.
- Fyrirhyggju í stað þess að slökkva elda

Með því að byggja vinnuskipulag í kringum þessa þætti má ná undraverðum árangri og vinnan gengur snurðulausar fyrir sig. Það leiðir af sér meiri verkhraða, færri mistök og hagkvæmara verk.

Einföldum okkur lífið

Allir hlutir á sínum stað með sýnilegri stjórnun

Samvinna er mikilvæg á öllum vinnustöðum
Það er óþarfi að hafa grásvæði þar sem verksvið og verkefni skarast.  Besta leiðin fram á við er því að byggja góða liðsheild þar sem allir eru með sín hlutverk á hreinu. Hluti af góðu skipulagi snýst um að búa til vinnukerfi þar sem samskipti stjórnanda og starfsmanna eru gerð markvissari. Þá er daglega hægt að skerpa á forgangsröðun og fá gagnvirka endurgjöf á unnin verk.

Gott og sýnilegt vinnuskipulag er einföld leið til að vinnan gangi betur fyrir sig.

Lífið er auðveldara með Lean
Við höfum fjölmargar sögur frá íslenskum fyrirtækjum sem hafa náð að stórbæta skipulag með okkar aðstoð.

„Lean ráðgjöf hjálpaði okkur hjá OHS verk mikið frá því að vera ómarkvisst með 100 verkefni í gangi í einu yfir í að vera með fókus á að klára eitt verkefni í einu. Lífið er auðveldara með Lean. Mæli algjörlega með þessu!“

- Ómar Ásbjörn Óskarsson, eigandi og framkvæmdastjóri OHS verk.

Hafðu samband og kynntu þér betra vinnuskipulag

Lærum af þeim bestu

Mikil framþróun hefur orðið í framleiðsluferlum hjá erlendum iðnfyrirtækjum á undanförnum árum. Þessar breytingar er mikilvægt að yfirfara yfir á íslensk fyrirtæki.

Útgangspunkturinn með vinnunni er að breyta skipulaginu þannig að flæðið gangi sem best fyrir sig.

Hafðu samband og kynntu þér betra vinnuskipulag

Alhliða ráðgjöf í lean hugmyndafræðinni & innleiðingum

Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.

Kynntu þér lausnir okkar.

Ráðgjöf

markmið okkar er að draga úr sóun og auka virði

vinnustofur

árangursrík leið til að virkja starfsfólkið í innleiðingarferlinu

Töflustjórnun

Sýnileg stjórnun getur aukið samkeppnisforskot þitt

Námskeið

Fjölbreytt námskeið sem henta byrjendum sem lengra komnum