Með betra samskiptakerfi er hægt að fyrirbyggja misskilning, hafa regluleg samskipti og um leið gagnvirka endurgjöf.
Með markvissum aðferðum er hægt að skilja betur þær áskoranir sem blasa við starfsmannahópnum dag hvern.
Óháð verksviðum þá er öflug leiðsheild og teymisvinna mikilvæg forsenda þess að ná framúrskarandi árangri
Vilt þú verða betri stjórnandi?
Lean verkfærakistan hefur upp á að bjóða margar gagnlegar og praktískar aðferðir sem geta hjálpað til við daglega stjórnun og þér að verða betri stjórnandi.
Helstu efnistök námskeiðsins:
- Hvernig stjórnandi vilt þú vera?
- Hvert er hlutverk stjórnanda?
- Hvernig stjórnandi getur notað vinnukerfi til að auðvelda daglega stjórnun.
- Hvernig virkjar stjórnandi allan starfsmannahópinn?
- Hvernig getur stjórnandi innleitt breytingar?
- Hvernig tryggir stjórnandi rétta forgangsröð verkefna?
- Sýnd eru dæmi frá fyrirtækjum sem hafa notað þessar aðferðir með góðum árangri.
Markmið námskeiðsins: Að stjórnendur fái grunnskilning á hlutverki Lean stjórnanda og hvaða aðferðir er hægt að nýta sér til að verða betri og skipulagðari stjórnandi.
Fyrir hverja? Alla stjórnendur, fólk sem kemur að lykilákvörðunum fyrirtækja og aðra með mannaforráð.
Lengd námskeiðs: 2 1/2 klst.
Verð: 249.900 fyrir óháð fjölda.
Athugið að flest stéttarfélög endurgreiða allt að 90% af námskeiðskostnaði fyrir sitt félagsfólk.
Sendu okkur línu eða tölvupóst á lean@leanradgjof.is.
Í hvað fer tími stjórnanda?
Margir stjórnendur hafa unnið sig upp innan fyrirtækja og taka þá oft eldri verkefni með sér í nýtt starf. Eðlilegt er að stjórnendur sinni verkefnum og taki þátt í þeirri starfsemi sem þeir stýra. Hinsvegar er mikilvægt að þessi verkefni taki ekki allan tíma stjórnenda og þeir hafi tíma fyrir starfsmannahópinn sinn.
Eins er algengt að fundir taki mikinn hluta af tímum stjórnanda. Fundir eru mikilvægur hluti af nútíma starfsemi en það má hugleiða hvort við eyðum réttu hlutfalli af starfsdeginum í fundi og þá á kostnað annarra verkefna. Það má einnig velta fyrir sér hvort megi ekki fækka fundum og stytta þá til að skapa meiri tíma.
Hvert er þá hlutverk stjórnanda?
Samkvæmt skilgreiningu Google er hlutverk stjórnanda "einstaklingur sem er ábyrgur fyrir að stýra stjórnsýslueiningu eða starfsfólki". Hjá mörgum stjórnendum fer mikill hluti tímans í önnur verkefni heldur en þau sem falla innan þessarar skilgreiningar. Það má því spyrja sig af hverju það sé og hvort ástæða sé til að forgangsraða tíma stjórnanda með öðrum hætti?
Verkfærakistan er til
Það er því tímabært að hjálpa stjórnendum með verkfærakistu af aðferðum sem hjálpa þeim að virkja hlutverk sitt betur.
Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.
Kynntu þér lausnir okkar.