Kannanir sýna að viðskiptavinir eru tilbúnir til að borga hærra verð fyrir betri þjónustu og góða upplifun.
Fyrirtækjum sem tekst að innleiða góða þjónustuupplifun verða skrefi framar í hörðu samkeppnisumhverfi.
Starfsfólk þarf að fá þjálfun í því hvernig það á að haga sér til að tryggja rétta upplifun viðskiptavina.
Mörg fyrirtæki hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar til að bæta þjónustu og reyna að stýra upplifun viðskiptavina. Samt sem áður skila þessar fjárfestingar ekki alltaf tilætluðum árangri.
Að skilja raunverulegar þarfir viðskiptavina
Of algengt er að fyrirtæki þrói þjónustur án þess að skilja nægjanlega vel raunverulegar þarfir viðskiptavina. Án þess að skilja og skilgreina hver útkoman úr hverri þjónustu á að vera þá munu fyrirtæki aldrei hafa viðskiptavini sem miðpunkt fyrirtækisins. Fyrirtæki sem ná að innleiða þjónustuupplifun á árangursríkan hátt geta laðað að nýja viðskiptavini, aukið tryggð og samhliða stuðlað að tekjuvexti.
Mikilvægt er að fyrirtæki hafi skýra og framsækna stefnu sem þverar allt fyrirtækið. Ef fyrirtækjum tekst að innleiða stefnu með viðskiptavininn í forgrunni og stöðugt búa til meira virði fyrir hann, þá verða þau skrefi framar í hörðu samkeppnisumhverfi.
Hefðbundnar aðferðir snúast hinsvegar oft um að búa til staðlaðar lausnir og vinnulýsingar eins og viðskiptavinurinn kæmi sem einsleit vara af framleiðslulínu.
Að setja viðskiptavininn sem miðpunktinn er andstæður póll og snýst um að skilja hvern viðskiptavin sem einstakling og sérsníða upplifun þeirra. Það kemur mörgum á óvart að það er yfirleitt auðveldara en það hljómar.
Breytingar eru fyrirtækjum nauðsynlegar til að lifa af harða samkeppni. Kannanir hafa sýnt að um 90% fyrirtækja búast við að keppa á þjónustu og að 87% viðskiptavina eru tilbúnir til að borga hærra verð fyrir betri þjónustu og góða upplifun.
Samt sem áður eru fæst fyrirtæki sem ná að uppfylla raunverulegar þarfir viðskiptavina eða búa til nægjanlega góða upplifun fyrir viðskiptavini.
Að setja viðskiptavininn sem miðpunkt fyrirtækisins hefur því aldrei verið mikilvægara. Svo hvort sem þitt fyrirtæki er að byrja vegferðina að bættri þjónustu eða er búið að vinna að því í lengri tíma þá getur lean þjónustuupplifun hjálpað.
Besta leiðin til að sjá þörfina á breytingum er að upplifa á eigin skinni. Þess vegna bjóðum við upp á vinnustofu sem leiðir fyrirtæki í gegnum breytingar á þjónustuferli.
Á þessari skemmtilegu vinnustofu fá þátttakendur að upplifa þjónustuferli fyrst sem fyrirtæki og síðan sem viðskiptavinur. Þátttakendur fá að reikna raunverulegan kostnað fyrirtækisins af því að þjónusta viðskiptavini á hefðbundinn hátt. Byggt á þeirri reynslu búa þátttakendur til nýtt þjónustuferli með viðskiptavininn sem miðpunktinn.
Þannig læra þátttakendur hvernig hægt er að gera þjónustuferli sem bæði byggir á þörfum viðskiptavinarins og er hagkvæmara fyrir fyrirtækið.
Það hefur reynst mörgum fyrirtækjum erfitt að breyta menningu fyrirtækja þannig að allir starfsmenn séu samstilltir í að tryggja rétta upplifun viðskiptavina.
Við sérhæfum okkur í að innleiða betri þjónustuupplifun með viðskiptavininn sem miðpunktinn þvert á fyrirtæki.
Það er kominn tími til að mæta breyttum þörfum kröfuharðra viðskiptavina samtímans.
Ekki láta þitt fyrirtæki missa af lestinni.
Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.
Kynntu þér lausnir okkar.