Kannanir sýna að viðskiptavinir eru tilbúnir til að borga hærra verð fyrir betri þjónustu og góða upplifun.
Lærðu aðferðir sem mörg stærstu fyrirtæki í heimi nota til að þróa og útfæra nýjar þjónustur.
Starfsfólk þarf að fá þjálfun í því hvernig það á að haga sér til að tryggja rétta upplifun viðskiptavina.
Viltu gera viðskiptavininn að miðpunkti fyrirtækisins og aukaþannig tryggð og ánægju?
Með því að huga að þjónustuupplifun viðskiptavinarins og nota "customer centric approach - outside-in thinking" má gjörbreyta því hvernig fyrirtæki nálgast viðskiptavini og þjónustu.
Frásagnir óánægðra viðskiptavin breiðast um samfélagið eins og eldur í sinu. Völdin hafa því færst í hendur viðskiptavina. Þau fyrirtæki sem átta sig ekki á þessum breytingum og bregðast hratt við munu verða undir í harðri samkeppni nútímans.
Hægt er að læra "töfrana" á bak við velgengni bestu þjónustufyrirtækja heimsins. Á þessu skemmtilega námskeiði vinna þátttakendur með raunverulegt dæmi, fyrst út frá sjónarmiði fyrirtækis og síðan út frá sjónarmiði viðskiptavinarins. Byggt á þessari reynslu læra þátttakendur nýjar aðferðir til að smíða nýja þjónstur og tæki til mæla gæði þjónustunnar.
Praktískar aðferð sem þeir geta tekið með og nýtt í starfi.
Fyrirkomulag námskeiðsins byggir á lærðu-prófaðu, lærðu-prófaðu aðferðafræðinni. Með því er líklegra að þú öðlist skilning og nýtir raunverulega aðferðafræðina sem þú kynnist á námskeiðinu.
Lengd námskeiðs: 1/2 dagur.
Verð: 249.000 kr. + vsk óháð fjölda.
Sendu okkur línu hér til hliðar eða tölvupóst á lean@leanradgjof.is
Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.
Kynntu þér lausnir okkar.