Hægt er að fækka og stytta fundi ásamt því gera þá mun markvissari.
Með því að allir hafi sín hlutverk á hreinu fyrir fundinn ásamt tímasetri dagskrá verða fundir mun skilvirkari.
Passa þarf að gleyma ekki tilgangi funda svo fundurinn sjálfur verði ekki tilangurinn.
Vinnudagur flestra er fljótur að líða og oft náum við einungis að gera lítinn hluta þess sem við ætluðum okkur. Oft er stór ástæða þess hve mikill tími fer í fundi.
Minnkum tímann sem við eyðum á óþarfa og of lönga fundi og gerum vinnudaginn með því ánægjulegri.
Helstu efnistök námskeiðsins:
- Hvernig nýtist straumlínustjórnun okkur til að gera vinnudaginn betri
- Skilvirkir fundir, hvernig má:
- Fækkum fundum
- Fækka fólki á fundum
- Stytta fundi
- Bæta fundarmenningu fyrirtækisins
- Farið yfir 10 ráð að skilvirkum fundi
- Mikilvægi góðs verkefnaflæðis
- Mikilvægi stöðugra umbóta
Markmið námskeiðsins: Að eftir námskeiðið hafi starfsfólkið öðlast þekkingu til að og skipuleggja og stýra skilvirkum fundi ásamt því að geta lagt grunninn að straumlínulöguðum vinnudagi.
Fyrir hverja? Alla starfsmenn og stjórnendur.
Lengd námskeiðs: Um 90 mínútur.
Verð: 249.900 fyrir hópa óháð fjölda.
Athugið að flest stéttarfélög endurgreiða allt að 90% af námskeiðskostnaði síns félagsfólks.
Til að bóka námskeið sendu okkur línu hér til hliðar eða tölvupóst á lean@leanradgjof.is.
Á þessu námskeiði ætlum við að læra hvernig við getum látið vinnudaginn verð bæði ánægjulegri og skilvirkari.
Eru fundir tímaþjófur?
Flest þekkjum við tilhugsunina þegar dagbókin okkar er yfirfull af fundum og við sjáum ekki framúr því hvenær við eigum að hafa tíma fyrir „vinnuna“.
Góðar fundarvenjur skapa svigrúm
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir tilgangi hvers fundar. Við viljum gera dagskrá fyrir fundinn byggða á þeim tilgangi. Tímalend fundarins á einungis að vera næg til að klára dagskrá fundarins.
Með góðum fundarvenjum sem þessum náum við að breyta fundarmenningu fyrirtækisins. Með því sköpum við umtalsverðan tíma fyrir öll þau önnu verkefni sem bíða okkur.
Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.
Kynntu þér lausnir okkar.