Í okkar daglegu störfum sjáum við ýmislegt sem betur mætti fara. Oft á tíðum erum við ekki ein um þessar skoðanir en enginn segir neitt og ástandið helst óbreytt.
Lean vinnustofur, þar sem hópur starfsfólks kemur saman undir leiðsögn ráðgjafa, er árangursrík leið til að ræða saman um vinnuna.
Markmið með vinnustofum geta verið ólík eftir því hvað hentar svo hvert tilfelli er skoðað fyrir sig og aðlagað að þörfum viðskiptavinarins.
Ferlin eru teiknuð eru upp miðað við núverandi stöðu.
Leitað er eftir ónýttum tækifærum og ný ferli mótuð með framfarir og virði að leiðarljósi.
Lögð er áhersla á hópefli við úrlausn vandamála og stefnumótunar.
Lean vinnustofur eru tilvalin vettvangur fyrir starfsfólkið til að fá innsýn inn í störf hvers annars. Gamla hugtakið "Betur sjá augu en auga" á vel við hér þar sem verkefnin eru rýnd. Hver eru vandamálin og hvar leynast tækifærin? Hvað er framundan?
Reynslan sýnir að starfsfólk hefur gagn og gaman af því að koma saman og ræða um vinnuna. Að fá starfsfólkið með sér til að finna leiðir til úrbóta er líklegra til árangurs. Vinnustofa er frábært tæki í verkfærakistu lean til að ná framförum á vinnustað.
Lögð er áhersla á aðlögun fyrir hvern viðskipavin. Sendu okkur línu og við skoðum hvað við getum gert fyrir þig.