Hvaða leið hentar þínu fyrirtæki best til að innleiða lean?
Staðan hjá fyrirtækinu er yfirfarin, vandamálin greind og lagðar fram tillögur að breytingum til úrbóta.
Horft er til þeirra framfara sem hafa átt sér stað erlendis í vinnuferlum, skipulagi, stjórnun og umgengni og þær aðlagaðar að íslenskum iðnaðarfyrirtækjum.
Útgangspunkturinn er að breyta skipulaginu með því að:
- Auka flæði þannig að unnt sé að klára hverja framleiðslueiningu fyrr (One-Piece Flow). Með því má auka framleiðni til muna.
- Skipuleggja aðföng, tæki og tól þannig að þau séu við hendina fyrir starfsfólk. Með því er dregið úr sóun á tíma sem starfsmenn þurfa, af einhverjum ástæðum, að gera hlé á raunverulegri vinnu.
- Breyta umgengni til að styðja betur við flæði og að rétt aðföng, tól og tæki sé til staðar.
- Efla stjórnun sem styður við ofangreind atriði.
Hér koma starfólk og stjórnendur saman undir leiðsögn ráðgjafa til að ræða saman um vinnuna. Farið er yfir þau viðfangsefni sem valin eru hverju sinni og geta þau verið fjölbreytt.
Sem dæmi má nefna:
- skráningu og útlistun á núverandi ferlum
- möguleg tækifæri,
- úrlausn vandamála
- tillögur að betri leiðum til að ná settum markmiðum.
Hér er miðað að því að fylgja verkefnum eftir frá byrjun til enda með aðferðum lean.
Verkefnastýring gengur út á:
- undirbúningsvinnu
- greiningu hagsmunaaðila
- innleiðing
- að fylgjast með framvindu verkefna
- reglulegir fundir
- skjölun
Um allan heim er sýnileg stjórnun notuð til að einfalda okkur lífið. Nærtækasta dæmið eru umferðaljós og vegamerkingar. Fyrirtæki geta nýtt sér sýnilega stjórnun til að einfalda vinnu, skerpa á ferlum, draga úr hættu á mistökum og til að auka framleiðni.
Við hjá Lean ráðgjöf getum aðstoðað þig við að koma á sýnilegri stjórnun, hvort sem um er að ræða á skrifstofunni eða vinnslugólfinu.
Mismunandi leiðir henta hverju sinni við að gera vinnuna sýnilega:
1. Verkefnatöflur til að ná betri yfirsýn og fylgja eftirverkefnum eftir s.s. Kanban töflur til að fylgja eftir framvindu verkefna.
2. Vinnuskipulagstöflur til að jafna álag á milli starfsmanna og stuðla að réttri forgangsröðun daglegra verkefna.
Breytt vinnuskipulag
Áhersla er lögð á að fá starfsfólkið til að vinna betur saman sem teymi að settum markmiðum með því að breyta vinnuskipulagi.
Þjónusta og ánægðari viðskiptavinir
Ráðgjöf til að bæta þjónustu með það að markmiði að uppfylla breytilegar þarfir viðskiptavina í samkeppnisumhverfi 21. aldarinnar.
Stefnumótun og markmiðasetning
Hér vinnum við að stefnumótun fyrirtækisins og setjum okkur markmið. Gerð verður áætlun um hvernig innleiða eigi nýja stefnu og markmið fyrir allt fyrirtækið.
Heildstæð Lean innleiðing
Til að breyta samkeppnishæfni þíns fyrirtækis líkt og fjöldi leiðandi fyrirtækja hafa gert þarf að skoða fyrirtækið sem eina heild. Hér eru núverandi ferlar og vinnubrögð rýnd, farið í markmiðasetningu, stefnumótun, aðgerðaráætlun og innleiðingu á Lean hjá fyrirtækinu.
Til að fá nánari upplýsingar eða ráðgjöf um hvaða leið myndi henta þínu fyrirtæki hafðu samband: lean@leanradgjof.is , sími: 686 9501
Við höfum einlægan áhuga á framförum.
Lean fyrir heimilið er tilvalinn hádegisfyrirlestur fyrir starfsfólkið sem tekur jafnan virkan þátt í umræðunum.
Skemmtilegar umræður hafa skapast í fundunum þar sem við sjáum hlutina oft í ólíku ljósi með augum lean. Hvernig skipuleggur Elísabet vikuna fyrir fjölskylduna? Er hægt að einfalda heimilisstörfin, stytta verkferlana og koma öllu í röð og reglu til lengri tíma?
Markmiðið er að hafa gagn og gaman að opna augu okkar fyrir aðferðum sem einfalda okkur lífið.