Sendu okkur línu

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form

skipuleggðu vinnudaginn með aðferðum lean

01. 

Betra skipulag

Með betra skipulagi komum við meiru í verk og klárum fleiri verkefni á réttum tíma.

02.

Aukin afköst

Með réttum aðferðum getum við aukið afköst innan vinnudagsins.

03.

styttri vinnuvika

Með breyttu vinnulagi og forgangsröðun getum við komið meiru í verk en um leið stytt vinnuvikuna.

námskeiðið

Viltu læra leiðir til að stytta vinnuvikuna en ná að koma meiru í verk á sama tíma?

Með aðferðum Lean getum við lært að skipuleggja vinnudaginn betur og stýra áreiti. Með því getum við forgangsraðað betur, komið meiru í verk og lokið deginum ánægð með afrakstur dagsins.

Helstu efnistök námskeiðsins:
- Helstu orsakaþætti of mikils álags
- Aðferðir hvernig hægt er að gera vinnudaginn afkastameiri
- Hvernig við getum gert tölvupóstvinnslu skilvirkari
- Aðferðir til að bæta skipulag
- Aðferðir til að bæta verkefnastýringu og samvinnu þegar hluti starfsfólks vinnur ekki á sama stað
- Sýnd eru dæmi frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa notað þessar aðferðir til að stórbæta eigin starfsemi.

Markmið námskeiðsins: Að eftir námskeiðið hafi starfsfólkið öðlast þekkingu til að stýra vinnuálagi betur og hafi lært aðferðir til að koma meiru í verk á vinnudeginum.

Fyrir hverja? Alla starfsmenn og stjórnendur.

Lengd námskeiðs: Um 2 klst.

Verð:
249.900 óháð fjölda.

Athugið að flest stéttarfélög endurgreiða allt að 90% af námskeiðskostnaði síns félagsfólks.

Upplýsingar og skráning á lean@leanradgjof.is.

Mikið áreiti algengt

Hvernig lítur vinnudagurinn út hjá flestu fólki?
Áreiti og og álag einkennir vinnudaginn hjá flestu starfsfólki. Algengt að fólk sé með mun fleiri verkefni á sínum herðum en raunhæft sé að klára og þá eru samhliða mörg þeirra komin yfir tímamörk. Til langs tíma dregur þetta úr afköstum og starfsánægju.

Hvers vegna er þessi staða svona algeng?
Íslendingar eru að jafnaði harðduglegir en skipulag og agi eru orð sem er ekki algengt að heyra sem þjóðareinkenni okkar. Þessi dugnaður fær okkur því oft til að byrja að "grafa skurðinn" án þess endilega að hafa skipulagt hvernig við ætlum að framkvæma verkið. Það er því ákaflega mikilvægt að hafa gott skipulag til að hjálpa okkur.

Hvað getum við gert til að stýra áreiti og álagi?
Með því að nota aðferðirnar sem eru kenndar á námskeiðinu má læra að forgangsraða verkefnum og stýra þannig álagi. Einnig skiptir verklag miklu máli og hægt að læra markvissar aðferðir til að auka afköst.

"Ég fór á námskeiðið Skipuleggðu vinnudaginn með aðferðum Lean. Ég fékk mikinn innblástur til að gera breytingar á mínum vinnudegi og hvetja aðra áfram. Takk fyrir mig."
- Salvör Þórisdóttir, lögfræðingur, Kópavogsbæ

Panta námskeið

Alhliða ráðgjöf í lean hugmyndafræðinni & innleiðingum

Lean ráðgjöf veitir alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir hvort sem verið er að stíga sín fyrstu skref og kynna sér aðferðafræðina eða fyrir þá sem vilja gera betur og hámarka árangur sinn.

Kynntu þér lausnir okkar.

Ráðgjöf

markmið okkar er að draga úr sóun og auka virði

vinnustofur

árangursrík leið til að virkja starfsfólkið í innleiðingarferlinu

Töflustjórnun

Sýnileg stjórnun getur aukið samkeppnisforskot þitt

Námskeið

Fjölbreytt námskeið sem henta byrjendum sem lengra komnum