Ávinningurinn af Lean ráðgjöf

September 27, 2017

Með því að innleiða Lean skapast tækifæri fyrir fyrirtæki að gera betur fyrir viðskiptavininn en á sama tíma einfalda störf starfsfólks. Guðmundur Ingi eigandi Lean ráðgjafar ræðir tilgang fyrirtækisins og ávinninginn af Lean innleiðingu. Farið er í heimsókn í 3 fyrirtæki sem hafa náð framúrskarandi árangri með því að innleiða Lean. Fyrirtækin sem eru heimsótt eru:

  • Kæling sérhæfir sig í framleiðslu og þjónustu í alhliða kælilausnum. Fyrirtækið framleiðir m.a. ískrapavélar sem eru bæði í íslenskum og erlendum fiskiskipum. Kæling er því dæmi um falda perlu í íslenskum iðnaðaði og nýsköpun. Kæling hóf að innleiða Lean í janúar 2019 og fyrirtækið hefur umbreyst til hins betra í kjölfarið.
  • Heimkaup.is er stærsta netverslun landsins.Heimkaup hóf Lean innleiðingu í byrjun árs 2018 og búið er að einfalda flest alla ferla fyrirtækisins eftir það. Árangurinn af Lean innleiðingunni var m.a. yfir 10 þúsund vinnustunda sparnaður fyrstu 10 mánuðina.
  • Víkurverk er með verkstæði sem gerir við ferðavagna. Lean innleiðing hófst í febrúar 2019 og í sumar tók verkstæðið að meðaltali 30-50% fleiri viðgerðir í gegnum verkstæðið miðað við sumarið áður og á sama tíma var yfirvinnu nánast útrýmt.

Sjón er sögu ríkari.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Betra skipulag á Haustþingi grunnaskólakennara

Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.

Námskeiðið Betri rekstur og þjónusta í Vök

Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Lean eykur öryggi á vinnustað - Þúsund fjalir tilnefnt til Forvarnarverðlauna VÍS

Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊

Guðmundur Ingi Þorsteinsson