Fjarnámskeið í boði á tímum heimavinnu og samkomubanns

September 27, 2017

Breyttir tímar kalla á breytta nálgun á þarfir viðskiptavina. Þess vegna mun Lean ráðgjöf núna bjóða upp á fjarnámskeið. Bæði verður boðið upp á opin fjarnámskeið sem verður hægt að skrá sig á og einnig sérstök námskeið fyrir fyrirtæki og hópa.

Fyrsta opna fjarnámskeið verður fimmtudaginn 26. Mars frá kl. 13-14:30 en þá verður „Lean fyrir heimilið - Bættu skipulag heimilisins og einfaldaðu fjölskyldulífið með aðferðum Lean“.

Það námskeið verður sérsniðið að þörfum fólks sem vill nýta þann tíma sem núna hefur óvænt skapast til að endurskipuleggja heimilið með það fyrir augun að einfalda heimilislífið til muna.

Öll önnur námskeið hjá Lean ráðgjöf eru einnig í boði sem fjarnámskeið.

1. Skipuleggðu vinnudaginn

2. Breytt þjónustuupplifun – Customer centric outside-in.

3. Bættu rekstur fyrirtækisins með aðferðum Lean

4. Breytt vinnuskipulag fyrir iðnaðarfyrirtæki með 5S aðferðinni

5. Hvað er lean – grunnnámskeið

6. Betri stjórnandi með aðferðum Lean

7. Lean fyrir heimilið - Bættu skipulag heimilisins og einfaldaðu fjölskyldulífið

8. Betri verkefnastýring - Leystu rót vandans í stað þess að vera sífellt að slökkva elda

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Betra skipulag á Haustþingi grunnaskólakennara

Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.

Námskeiðið Betri rekstur og þjónusta í Vök

Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Lean eykur öryggi á vinnustað - Þúsund fjalir tilnefnt til Forvarnarverðlauna VÍS

Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊

Guðmundur Ingi Þorsteinsson