Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Grein af tigull.is - fréttavef og bæjarblaði Vestmannaeyja.
Við á Leturstofunni ákváðum að taka námskeið hjá honum Guðmundi, sem er eigandi LEAN ráðgjafar, varðandi skipulagningu á vinnudeginum og erum við mjög sáttar með námskeiðið og ráðgjöfina í framhaldinu. Hann er með mjög hvetjandi aðferðir og hefur skipulag okkar batnað svo um munar og yfirsýnin yfir öll þau verkefni sem við höfum yfir vikuna. Við ákváðum því að fá hann til að kynna sig fyrir Vestmannaeyingum því þetta ættu fleiri fyrirtæki klárlega að nýta sér.
Hver er maðurinn á bakvið Lean ráðgjöf?
Guðmundur Ingi Þorsteinsson hefur lært, kennt og unnið með Lean aðferðafræðina í yfir 15 ár bæði sem stjórnandi, ráðgjafi og stýrt innleiðingum hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins. Hugmyndin á bak við Lean ráðgjöf er að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að nota Lean aðferðir til að bæta reksturinn og samkeppnishæfni, oft við erlend fyrirtæki eða framleiðslu í löndum með lægri launakostnað.
Fyrir hverja er Lean?
Ég hef aðstoðað um 50 íslensk fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Allt frá litlu 5 manna pústverkstæði upp í Krónuna sem er með 1000 starfsmenn í vinnu. Þannig að þjónustan hentar öllum fyrirtækjum sem vilja bæta skipulag og þar með láta reksturinn ganga betur. Við aðlögum okkur síðan að aðstæðum hjá hverjum og einum. Það eina sem þarf til er að eigendur eða stjórndur þurfa að vera tilbúnir að ráðast í breytingar.
Hvaða hag hafa fyrirtækin á því að tileinka sér Lean aðferðafræðina?
Við byrjum alltaf að vinna með betra skipulag, bæta yfirsýn og stuðla að markvissari samskiptum á vinnustaðnum. Oft eru lítil atriði í samskiptum að valda misskilningi, töfum og pirringi sem er auðvelt að laga. Öllum líður líka betur í góðu skipulagi þar sem það er skýrt til hvers er ætlast af hverjum og einum starfsmanni. Með því að laga þessi grunn atriði hefur það áhrif á flesta þætti rekstursins.
Er Lean ráðgjöf að bjóða upp á fjarnámskeið?
Ein af jákvæðu breytingunum í kjölfarið af Covid faraldrinum er að með notkun fjarfundabúnaðar er fjarlægð ekki lengur hindrun fyrir að vinna með fólki um land allt. Aukin tækifæri hafa skapast til að vinna við ráðgjöf, þjónustu og námskeið þótt fólk sé staðsett á ólíkum stöðum. Frá því í mars hefur verið mikil eftirspurn eftir fjarnámskeiðum og sérstaklega gaman að fá fólk um allt land á námskeiðin. Undanfarið hefur verið saman komin skemmtileg blanda héðan og þaðan af landinu og má þá nefna fólk frá heimaslóðum mínum að austan, Egilsstöðum, Ísafirði, Höfn, Kirkjubæjarklaustri, Reykjavík og Vestmannaeyjum. Það má segja að aðstæður hafi aukið möguleika landsbyggðarinnar og aðgengi fleiri starfsmanna að námskeiðum og ráðgjöf til fyrirtækja, því nú þarf ekki að setja tíma eða peninga í ferðalög.
Er hægt að nýta sér aðferðir Lean inn á heimilinu?
Við höfum séð að nákvæmlega sömu aðferðir og við notum til að hjálpa fyrirtækjum virka eins á heimilinu. Í tenglsum við það höfum við verið með námskeiðið „Lean heimili“ sem snýst um að breyta verklagi og skipulagi á heimilinu svo heimilisstörfin taki minni tíma og virkja alla á heimilinu. Það skapar meiri frítíma og bætir vonandi andlega heilsu í leiðinni.
Hvernig kynntist þú sjálfur Lean?
Ég er lærður iðnaðar- og framleiðslu-verkfræðingur og kynntist Lean í meistaranámi mínu í verkfræði við KTC í Stokkhólmi árið 2005. Um langt skeið hefur verið lögð mikil áhersla á Lean í sænsku atvinnu- og háskólalífi. Þekkt Sænsk vörumerki eins og Scania, Volvo, Sandvik, Alfa-Laval og fleiri fyrirtæki hafa lagt á sig umtalsverða vinnu við að innleiða Lean til að geta mætt harðri samkeppni. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki á Íslandi hafi notað aðferðir úr verkfærakistu Lean eru íslensk fyrirtæki almennt komin styttra á leið í þessari vegferð heldur en sambærileg fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. “Það er trú mín að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.”
Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.
Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.
Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊