Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Lean ráðgjöf aðstoðaði Kistufell, eitt elsta vélaverkstæði landsins, við innleiðingu á lean til að bæta vinnuumhverfið og virkja starfsmenn í þeirri vinnu. Vinnusvæðinu var skipt í viðráðanleg verkefni þannig að starfsmenn væru ábyrgir fyrir sínu vinnusvæði en hefðu um leið svigrúm til að gera umbætur á eigin forsendum. Ánægjulegt var að sjá hve mikil breyting varð á verkstæðunum hjá Kistufelli í kjölfar verkefnisins.
„Lean aðferðin hefur klárlega hjálpað okkur við að einfalda og bæta dagleg störf. Starfsmenn hafa breytt og bætt verklag sitt og vinnuaðstöðuna og allir eru að vinna að sama markmiði. Við tiltektina hef ég tekið á gömlum málum og fyrirtækið fengið tekjur fyrir ókláruð verkefni sem annars væru líklega enn í „dvala“. Gestir sem koma í heimsókn sjá einnig mikinn mun núna og áður en verkefnið hófst. - Guðmundur Ingi Skúlason, eigandi og framkvæmdastjóri Kistufells
Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.
Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.
Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊