Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Lean hjólasamsettning hjá Heimkaup.is.
Heimkaup.is selur reiðhjól sem eru send heim til viðskiptavina samdægurs og jafnvel boðið upp á heimsendingu með einungis 2 klst fyrirvara. Reiðhjól seljast mest á vorin og því geta selst vel yfir 100 hjóla á dag og jafnvel allt að 30 á einum klukkutíma. Það er því ljóst að hraði og stöðluð skipulögð vinnubrögð skipta lykilmáli svo hægt sé að standa við loforð til viðskiptavina.
Lean ráðgjöf aðstoðaði Heimkaup við að "Lean-a" vinnusvæðið, taka burt allt dót sem ekki er notað daglega og vinnustöðvarnar endurskipulagðar. Við breytinguna styttum við samsettningartímann á hverju hjóli á bilinu 40-50% eftir hjólategundum. Þar af leiðir auðveldari vinnu fyrir starfsfólk, viðskiptavinir geta fengið samsett hjól heimsett samdægurs og Heimkaup.is getur veitt afburða þjónustu sem veitir samkeppnisforskot fram yfir keppinautana.
Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.
Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.
Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊