Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Lean ráðgjöf vann að „3S umbótaverkefni“ með Arctic Trucks með það markmið að bæta vinnuaðstöðu á breytingaverkstæði þeirra og auðvelda starfsmönnum vinnuna. Ánægjulegt var að sjá hversu jákvæðir starfsmenn Arctic Trucks voru og hversu mikil breyting varð á vinnuaðstöðunni“.
„Við leituðum til Guðmundar Inga hjá Lean ráðgjöf haustið 2017 til að aðstoða okkur við ýmsar umbætur á breytingaverkstæði okkar hjá Arctic Trucks. Guðmundur uppfyllti allar okkar væntingar og rúmlega það. Hann leiddi okkur af stað í umbótavinnunni og hjálpaði til við að fá alla starfsmenn með í liðið.
Breytingarnar á vinnuumhverfinu og verklagi eru áþreifanlegar og við munum leita til Lean ráðgjafar þegar kemur að því að taka umbótavinnuna okkar upp á næsta stig.“- Gísli Sverrisson, stjórnandi á breytingaverkstæði Arctic Trucks.
Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.
Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.
Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊