Námskeið - skipuleggðu vinnudaginn lean

September 27, 2017

Öll viljum við fara heim í lok vinnudagsins ánægð með afrakstur dagsins.
Áreiti og álag einkennir hins vegar vinnudaginn hjá starfsmönnum flestra fyrirtækja sem getur dregið úr afköstum og starfsánægju.

Hvað getum við gert til að stýra áreitinu?
Með aðferðum Lean getum við lært að skipuleggja daginn og stýra áreitinu. Með því aukum við afköst og ljúkum vinnudeginum ánægð með afrakstur dagsins.

Námskeið
Lean ráðgjöf býður upp á námskeið sem hjálpa starfsfólki og stjórnendum að skipuleggja vinnudaginn.

  • Farið er yfir helstu áhrifaþætti
  • Kynning á grunnþáttum Lean
  • Kennt hvernig hægt er að gera vinnudaginn ánægjulegri og skilvirkari

Markmiðið er að eftir námskeiðið hafi starfsfólk öðlast þekkingu til að stýra vinnuálagi með aðferðafræði Lean sem leiðir til betri árangurs í starfi og starfsánægju.

Námskeiðið er um 75 min (eða eftir samkomulagi).

TILBOÐ Í OKTÓBER
Námskeið sérsniðið að þínum rekstri. Haldið hjá þínu fyrirtæki.
Fullt verð kr. 65.000 kr.  TILBOÐ 49.990 kr.

Námskeið hjá Lean ráðgjöf, Ármúla 6-8, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 13:00.
Fullt verð 14.990 kr. TILBOÐ 11.990 kr. fyrir hvern þátttakanda.

Aftur í fréttir

Fréttir

Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.

Betra skipulag á Haustþingi grunnaskólakennara

Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.

Námskeiðið Betri rekstur og þjónusta í Vök

Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Lean eykur öryggi á vinnustað - Þúsund fjalir tilnefnt til Forvarnarverðlauna VÍS

Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊

Guðmundur Ingi Þorsteinsson