Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Lean ráðgjöf hefur unnið með Víkurverk frá árinu 2018við að auka framleiðni á verkstæði fyrirtækisins. Árangurinn hefur veriðótrúlegur því áður en Lean vinnan hófst kláraði verkstæðið að meðaltali 40viðgerðum á viku. Það hefur hækkað í 65 viðgerðir á viku sem gerir 62%framleiðniaukning. Geri aðrir betur.
Það geta allir tekið til en færri geta viðhaldið tiltektinnitil lengri tíma. Einn af mikilvægustu þáttunum hjá Víkurverki til að viðhalda hreinuog vel skipulögðu vinnurými er að á hverjum vinnudegi fara starfsmenn ekkibeint í viðgerðarvinnu þegar þeir mæta til starfa heldur að taka til, þrífa vinnurýmiðog finna nýjar, betri leiðir til að geyma verkfæri og aðföng. Með þessu móti erustöðugar umbætur orðnar lykillinn að ótrúlega góðu vinnuflæði á verkstæðinu semleiðir af sér betra fjárstreymi og lægri kostnað.
Starfsfólki líður almennt betur í vinnu þar sem þeirgeta haft virk áhrif á vinnuumhverfi sitt. Hérna getur þú heyrt af upplifunCornell og Walter af breytingunni og því að fá umbótatíma á hverjum einastamorgni.
Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.
Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.
Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊