Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Sérfræðingur í þjónustuupplifun - Vottun
ACXS - Accredited Customer Experience Specialist
Námskeiðið hefur fengið virkilega góða dóma erlendis og er nú haldið í fyrsta skipti á Íslandi.
Af hverju þetta námskeið?
Þátttakendur hljóta alþjóðlega vottun frá “The Academy of Customer Experience and BP Group”
Námskeiðið er haldið af James Dodkins, alþjóðlegum fyrirlesara og stjórnanda þáttarins „This week in Customer Experience“ á Amazon Prime.
James Dodkins er einn af áhrifamestu sérfræðingum á heimsvísu um þjónustuupplifun viðskiptavina og hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum heims s.s. Adobe, Citibank, Nike, GE, HSBC, IMB, Mercedez, Disney, TNT, Wells Fargo, Xeroz, Verizon o.fl.
Hvað felst í því að vera vottaður sérfræðingur í þjónustuupplifun á Íslandi?
Námskeiðið hefur fengið virkilega góða dóma erlendis og er nú haldið í fyrsta skipti á Íslandi.
James Dodkins, alþjóðlegur fyrirlesari og þáttastjórnandi „This week in Customer Experience“ á Amazon Prime og Lean ráðgjöf standa í sameiningu fyrir viðburðinum.
Þátttakendur fá þjálfun í að breyta þjónustustýringu fyrirtækja byggðri á upplifun og ferðalagi viðskiptavinarins og ljúka námskeiðinu sem vottaðir sérfræðingar í upplifun viðskiptavinarins af BP Group.
Námskeiðið er 3 dagar og byggir á umgjörð sem er sérhannað fyrir fólk sem vinnur við eða koma að þjónustustýringu. Markmiðið er að þátttakendur öðlist öflug en einföld verkfæri til að bæta þá þjónustu og upplifun viðskiptavina sem fyrirtæki bjóða upp á.
Einungis 12 sæti eru í boði á námskeiðið til að tryggja betri árangur hvers þátttakanda.
Við hverju má búast á þessum 3 dögum?
Námskeiðið er hannað með það fyrir augum að hver dagur skili markvissum lærdómi sem leggur grunn að þeim næsta.
Í gegnum námskeiðið eru þátttakendur leiddir í gegnum raunveruleg dæmi og hlutverkaleiki þar sem þú verður hluti af starfsliði þjónustustýringardeild Amazon. Þar lærir þú aðferðir sem hjálpa til við að leysa þjónustuvandamál og fullnýta falin tækifæri í upplifun viðskiptavina.
Fyrirkomulag námskeiðsins byggir á lærðu-prófaðu, lærðu-prófaðu aðferðafræðinni. Með því er líklegra að þú lærir að skilja námsefnið, nýtir og innleiðir aðferðafræðina og þekkinguna sem þú öðlaðist á námskeiðinu.
Hvað hafa fyrrum þátttakendur um námskeiðið að segja, smellið hér.
Dagskrá
Tímasetningar: 9-17
Dagur #1
Lærum að skilja hverjir viðskiptavinir þínir eru og hvernig þú getur átt í dýpri og betri samskiptum við þá. Horfðu inn á við á viðskiptamódelið hjá þínu fyrirtæki „outside-in“ og lærðu að skilja raunverulegar þarfir viðskiptavina þinna.
• Spurningum sem virkilega skipta máli er varpað upp
• Greining og staðfærsla viðskiptavina (Psychographic Customer Segmentation)
• Hvernig setjum við viðskiptavininn sem miðpunktinn (Customer Centric Strategy Matrix)
• Stýrðu upplifunin viðskiptavina (Experience Outcome Canvas)
• Þarfir viðskiptavina mótaðar
Dagur #2
Hvernig getum við gert þjónustuna einstaka og minnisstæða?
Hvernig viljum við að upplifun viðskiptavinarins í dag sé, hvernig er hún í dag og hvað getum við gert til að bæta hana og uppfylla þarfir viðskiptavina okkar.
• Kortlagning vegferð viðskiptavinarins
• Bætt þjónustuupplifun
• CX6
• Hvað höfum við gert vel?
• Hvað þarf að bæta?
• Vertu fyrri til að bæta upp þjónustufall (Proactive Experience Recovery).
• Uppbygging á því teymi sem vinnur að þjónustuupplifun með viðskiptavininn sem miðpunktinn
Dagur #3
Lærðu einföld og fljótleg ráð sem þú getur strax notað til að bæta samskipti og upplifun þinna viðskiptavina hratt og örugglega. Í enda námskeiðsins kynnir þú þínar lausnir.
• Sprettavinna um þjónustu (Experience „hacks“)
• Undirbúningur kynningar
• Kynning á þinni lausn
• Mat og umræður
Verð:
• 249.900 kr. ef bókað er fyrir 21. febrúar (forsöluverð)
• 449.000 kr. eftir að forsölu lýkur (almennt verð)
Viðburðurinn á Íslandi er haldinn í samstarfi af BP Group og Lean ráðgjöf ehf.
Innifalið í verðinu er einnig:
• 7.500 kr. inneign í rokkbúð viðskiptavina (www.cxrockstore.com)
• 1 frír ráðgjafatími með James Dodkins metinn á 48.000 kr. (300 £)
• 10% afsláttur af öðrum viðburðum með James Dodkins
Tryggðu þér eitt af einungis 12 sætum sem til boða standa.
Framúrskarandi þjónusta veitir fyrirtækjum samkeppnisforskot.
Nánari upplýsingar:
Guðmundur Ingi Þorsteinsson, gudmundur@leanradgjof.is, sími: 686 9501
James Dodkins, jd@rockstar.dk
Fylgstu með fréttum frá Lean ráðgjöf um innleiðingar hjá fjölbreyttum fyrirtækjum, töflustjórnun, námskeiðum ásamt áhugaverðum greinum og hlekkjum.
Lean ráðgjöf var með fyrirlesturinn "Betra skipulag" fyrir hressa kennara á haustþingi grunnskólakennara á austurlandi.
Námskeiðið "Betri rekstur og þjónusta" í gríðarlega fallegu umhverfi í Vök í apríl. Skemmtilegar umræður og frábærir þátttakendur.
Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með iðnaðarfyrirtækinu Þúsund fjölum í Hafnarfirði síðan síðasta vor. Það var því mjög ánægjulegt þegar Þúsund fjalir fengu tilnefningu til forvarnarverðlauna VÍS. Sjón er sögu ríkari 😊